Kveikt
Settu bílinn í gang ef tengivírinn er tengdur. Þegar kveikt er
á bílbúnaðinum kviknar á stöðuljósi stjórnstækisins.
Ef tengivírinn er ekki tengdur skaltu halda Navi-hjólinu niðri í um það bil
tvær sekúndur. Einnig geturðu sett bílinn í gang, ekið af stað og beðið
þar til innbyggði hreyfiskynjarinn kveikir sjálfkrafa á bílbúnaðinum.
Eftir að kveikt hefur verið á bílbúnaðinum reynir hann að koma
á Bluetooth-tengingu við farsímann sem síðast var tengdur við hann.