
Slökkt
Svissaðu af bílnum ef tengivírinn er tengdur. Ef þú ert að tala
í farsímann og hann er tengdur við bílbúnaðinn, slekkur bílbúnaðurinn
á sér þegar símtalinu lýkur.
Ef tengivírinn er ekki tengdur og ekki er verið að nota símann til símtala
með bílbúnaðinum skaltu gera eitthvað af eftirfarandi:
• Taktu símann og tónlistarspilarann (ef hann er til staðar) úr
sambandi við bílbúnaðinn. Sjá „Bílbúnaðurinn aftengdur“, á bls. 10.
Bílbúnaðurinn slekkur sjálfkrafa á sér eftir 2 mínútur.

H a f i s t h a n d a
8
• Snúðu Navi-hjólinu til vinstri þar til bílbúnaðurinn gefur frá sér stutt
hljóðmerki og bláa stöðuljósið byrjar að blikka. Snúðu Navi-hjólinu
6 skref til vinstri innan 5 sekúndna.
Það slokknar á stöðuljósinu þegar slokknar á bílbúnaðinum.
Ekki hafa farsímann eða tónlistarspilarann tengdan við bílbúnaðinn eftir
að drepið hefur verið á bílnum til að koma í veg fyrir að rafgeymirinn
tæmist. Ef gleymist að taka farsímann eða tónlistarspilarann úr
sambandi við bílbúnaðinn slekkur bílbúnaðurinn sjálfkrafa á sér
eftir 12 tíma.