Nokia Car Kit CK 100 - Slökkt

background image

Slökkt

Svissaðu af bílnum ef tengivírinn er tengdur. Ef þú ert að tala
í farsímann og hann er tengdur við bílbúnaðinn, slekkur bílbúnaðurinn
á sér þegar símtalinu lýkur.

Ef tengivírinn er ekki tengdur og ekki er verið að nota símann til símtala
með bílbúnaðinum skaltu gera eitthvað af eftirfarandi:

• Taktu símann og tónlistarspilarann (ef hann er til staðar) úr

sambandi við bílbúnaðinn. Sjá „Bílbúnaðurinn aftengdur“, á bls. 10.
Bílbúnaðurinn slekkur sjálfkrafa á sér eftir 2 mínútur.

background image

H a f i s t h a n d a

8

• Snúðu Navi-hjólinu til vinstri þar til bílbúnaðurinn gefur frá sér stutt

hljóðmerki og bláa stöðuljósið byrjar að blikka. Snúðu Navi-hjólinu
6 skref til vinstri innan 5 sekúndna.

Það slokknar á stöðuljósinu þegar slokknar á bílbúnaðinum.

Ekki hafa farsímann eða tónlistarspilarann tengdan við bílbúnaðinn eftir
að drepið hefur verið á bílnum til að koma í veg fyrir að rafgeymirinn
tæmist. Ef gleymist að taka farsímann eða tónlistarspilarann úr
sambandi við bílbúnaðinn slekkur bílbúnaðurinn sjálfkrafa á sér
eftir 12 tíma.