■ Pörun og tenging við annað tæki
Áður en bílbúnaðurinn er notaður verður að para hann og tengja við
samhæfan farsíma eða tónlistarspilara sem styður þráðlausa Bluetooth-
tækni. Sjá „Þráðlaus Bluetooth-tækni“, á bls. 5 fyrir upplýsingar um
Bluetooth-tengingar og Bluetooth-snið.
Þegar tæki er tengt bílbúnaðinum í gegnum Bluetooth-tengingu
geturðu geymt tækið t.d. í tösku á meðan þú notar bílbúnaðinn. Hægt
er að hlaða rafhlöðu samhæfs Nokia-tækis meðan bílbúnaðurinn er
í notkun með því að tengja tækið við bílbúnaðinn með hleðslusnúrunni.
Hægt er að para bílbúnaðinn við allt að átta tæki en aðeins er hægt að
tengja það við eitt tæki sem styður HFP Bluetooth-snið og annað sem
styður A2DP Bluetooth-snið í einu.