Nokia Car Kit CK 100 - Bílbúnaðurinn tengdur handvirkt við síma

background image

Bílbúnaðurinn tengdur handvirkt við síma

Þegar kveikt er á bílbúnaðinum reynir hann að tengjast þeim farsíma
sem síðast var notaður. Ef tengingu hefur ekki verið komið á innan
2 mínútna er hægt að leita handvirkt að pöruðum símum.

Haltu Navi-hjólinu inni í u.þ.b. 2 sekúndur til að hefja leitina.
Bláa stöðuljós stjórntækisins blikkar hægt meðan á leitinni stendur.

background image

H a f i s t h a n d a

10

Bílbúnaðurinn reynir fyrst að tengjast símanum sem síðast var notaður
með honum. Ef það mistekst reynir hann að tengjast öðrum símum sem
hafa nýlega verið paraðir við hann. (Haltu Navi-hjólinu inni í u.þ.b.
2 sekúndur til að stöðva leitina.)

Til að tengja tónlistarspilara handvirkt við bílbúnaðinn skaltu fara eftir
notendahandbók spilarans.