Nokia Car Kit CK 100 - Pörun og tenging bílbúnaðarins

background image

Pörun og tenging bílbúnaðarins

Ef síminn styður HFP og A2DP Bluetooth-sniðin og er með innbyggðan
tónlistarspilara, geturðu notað bílbúnaðinn til að hringja og svara
símtölum og til að spila tónlist.

Ef síminn styður ekki A2DP Bluetooth-sniðið geturðu parað bílbúnaðinn
við tónlistarspilara sem styður sniðið.

1. Kveiktu á bílbúnaðinum og farsímanum eða tónlistarspilaranum.

Ef þú vilt para og tengja tónlistarspilara sem styður A2DP Bluetooth-
sniðið skaltu taka bílbúnaðinn úr sambandi við símann ef síminn
styður sniðið.

background image

H a f i s t h a n d a

9

2. Opnaðu Bluetooth-valmyndina í farsímanum og láttu hann leita að

Bluetooth-tækjum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók
farsímans.

3. Veldu bílbúnaðinn (Nokia CK-100) af listanum yfir tiltæk tæki

eða farðu eftir viðeigandi leiðbeiningum í notendahandbókinni
fyrir tækið.

4. Sláðu inn Bluetooth-lykilorðið 0000 til að para og tengja

bílbúnaðinn við tækið. Í sumum tækjum gæti þurft að koma
tengingunni á að pörun lokinni. Nánari upplýsingar er að finna
í notendahandbók farsímans.

Ef tónlistarspilarinn er ekki með takkaborð getur hann sjálfkrafa
notað Bluetooth-lykilorðið 0000. Ef svo er ekki má finna
leiðbeiningar um hvernig lykilorðinu er breytt í 0000
í notendahandbók tækisins.

Aðeins þarf að para bílbúnaðinn einu sinni við farsímann.

Ef pörunin tekst og tækið þitt tengist við bílbúnaðinn byrjar bláa
stöðuljósið að loga og bílbúnaðurinn spilar raddkvaðningu eða stutt
hljóðmerki. Bílbúnaðurinn birtist einnig í valmynd símans eða
tónlistarspilarans þar sem hægt er að sjá lista yfir pöruð Bluetooth-tæki.
Ef pörunin tekst ekki spilar bílbúnaðurinn raddkvaðningu eða lágt
hljóðmerki.