■ Hringja símtal
Hringt er úr farsímanum á venjulegan hátt þegar bílbúnaðurinn er
tengdur við hann.(Ýttu á Navi-hjólið til að hætta við símtal.) Talaðu í átt
að hljóðnema bílbúnaðarins. Hámarkshljómgæði nást þegar engir hlutir
eru fyrir framan hljóðnemann og hann er fyrir framan þig. Meðan
á símtali stendur er kveikt á græna stöðuljósinu.
Til að hringja aftur í síðasta númerið sem hringt var í (ef síminn styður
þennan möguleika með bílbúnaðinum) ýtirðu tvisvar á Navi-hjólið þegar
ekkert símtal er í gangi.
Til að virkja raddstýrða hringingu (ef síminn styður þennan möguleika
með bílbúnaðinum) heldurðu Navi-hjólinu inni í u.þ.b. 2 sekúndur
þegar ekkert símtal er í gangi og ferð svo eftir leiðbeiningunum
í notendahandbók símans. Ýttu á Navi-hjólið til að hætta við
raddstýrða hringingu.
Til að flytja símtal á milli bílbúnaðarins og símans heldurðu Navi-hjólinu
inni í u.þ.b. 2 sekúndur. Þegar símtalið hefur verið flutt í símann blikkar
græna stöðuljósið. Þegar símtal er flutt úr bílbúnaðinum yfir í hitt tækið
er hugsanlegt að einhverjir símar loki Bluetooth-tengingunni þar til
símtalinu lýkur.