
■ Raddkvaðningar
Bílbúnaðurinn býður upp á raddkvaðningar á sumum tungumálum.
Til að breyta tungumáli raddkvaðninganna:
1. Gakktu úr skugga um að kveikt sé á bílbúnaðinum og að hann sé
tengdur við farsímann.
2. Haltu Navi-hjólinu inni í meira en 5 sekúndur þegar ekkert símtal
er í gangi. Valið tungumál er lesið upp í bílbúnaðinum.
Til að fara úr tungumálavalinu án þess að breyta tungumálinu
heldurðu Navi-hjólinu inni í u.þ.b. 2 sekúndur eða sleppir því að
snúa Navi-hjólinu næstu 10 sekúndurnar.
3. Snúðu Navi-hjólinu til að fletta að tungumálinu.
Til að slökkva á raddkvaðningum flettirðu á enda tungumálalistans.
Viðeigandi raddkvaðning er þá spiluð á valda tungumálinu.
4. Ýttu á Navi-hjólið innan 10 sekúndna til að vista
tungumálastillinguna.