Nokia Car Kit CK 100 - Vandræði með hljóð

background image

Vandræði með hljóð

Þeir sem hringja í mig heyra ekki í mér meðan á símtali stendur.
Gakktu úr skugga um að tækið sé rétt tengt við bílbúnaðinn um
Bluetooth.

Hljóðgæðin eru léleg eða þá að ég heyri ekki hljóð.
• Ef bílbúnaðurinn er tengdur við bílútvarpið þarf hljóðstyrkurinn að

vera nægjanlega hátt stilltur.

background image

Ú r r æ ð a l e i t

15

• Ef bílbúnaðurinn er tengdur við hátalarann þarf hljóðstyrkur

búnaðarins að vera nægjanlega hátt stilltur.

Bílbúnaðurinn spilar ekki í steríó.
• Gakktu úr skugga um að útvarp bílsins taki við hljóði úr

steríótenginu.

• Gakktu úr skugga um að hafa valið rétta hljóðmóttöku í útvarpi

bílsins.

• Hljóðstyrkur útvarpsins þarf að vera nægur.

Hljóðgæði tónlistar eru svipuð og símtals.
Ef þú notar tónlistarspilara farsímans skaltu ganga úr skugga um að
síminn styðji A2DP Bluetooth-sniðið og að ekkert annað A2DP tæki sé
tengt við bílbúnaðinn. Ef síminn styður sniðið og annað A2DP tæki er
tengt við bílbúnaðinn skaltu aftengja það tæki og tengja símann.

Ef þú notar tónlistarspilara sem styður A2DP Bluetooth-sniðið skaltu
ganga úr skugga um að ekkert annað A2DP tæki sé tengt við
bílbúnaðinn.

Ég heyri ekki tónlist þegar farsíminn eða tónlistarspilarinn er tengdur
við bílbúnaðinn.
• Gakktu úr skugga um að síminn eða tónlistarspilarinn styðji A2DP

Bluetooth-sniðið og að ekkert annað A2DP tæki (t.d. Bluetooth-
millistykki sem notar A2DP) sé tengt við bílbúnaðinn.

• Kannaðu hvort síminn eða tónlistarspilarinn sé ekki örugglega

almennilega tengdur við bílbúnaðinn.

• Gakktu úr skugga um að bílbúnaðurinn sé rétt tengdur við

steríótengi bílútvarpsins. Sjá „Tenging við útvarpskerfi bíls“, á bls. 18.
Einnig má fá upplýsingar hjá sérfræðingnum sem setti upp
bílbúnaðinn.

Útvarpið slekkur ekki á sér þegar ég svara símtali.
Biddu sérfræðinginn sem setti upp bílbúnaðinn að ganga úr skugga um
að snúran sem slekkur á hljóðinu sé rétt tengd.

background image

Ú r r æ ð a l e i t

16