Nokia Car Kit CK 100 - Notaðu CA-135 eða CA-152 rafmagnssnúruna

background image

Notaðu CA-135 eða CA-152 rafmagnssnúruna

Þegar bílbúnaðurinn er tengdur við útvarp bílsins með CA-135 eða
CA-152 ISO-snúrunni, er hægt að velja hvort bílbúnaðarmagnarinn
sé notaður í símtölum og útvarpið fyrir tónlist, eða hvort magnari
bílbúnaðarins sé notaður fyrir hvort tveggja.

Notkun magnara bílbúnaðarins fyrir símtöl og tónlist

Í þessari uppsetningu er hljóð tekið af útvarpi bílsins þegar þú hringir
eða svarar símtölum eða hlustar á tónlist úr tengdu tæki sem styður
A2DP Bluetooth snið.

Innbyggði magnari bílbúnaðarins er notaður fyrir símtöl og tónlist sem
er spiluð á A2DP tækinu.

CA-135/CA-152

background image

U p p s e t n i n g

20

1. ISO-snúran er tengd við útvarp bílsins á eftirfarandi hátt:

• Aftengdu viðeigandi snúrur úr útvarpinu og stingdu ISO-snúrunni

í samband í staðinn. Tengdu opna enda snúrunnar við hátalara
bílútvarpsins.

• Tengdu einn af vírunum, sem slökkva á hljóðinu og merktir eru

Mute 1, Mute 2 eða Mute 3 á útvarpinu, við ISO-snúruna. Láttu
hina vírana sem slökkva á hljóðinu vera tengda eins og þeir eru.

• Stingdu rafmagnstengi ISO-snúrunnar í viðeigandi innstungu

á handfrjálsa tækinu.

• Skoðaðu + 12 volta rafmagnsklóna og kveikjuklóna á bílútvarpinu

og samsvarandi klær ISO-snúrunnar. Ef þörf krefur skiptu þá um
klær á öryggjum ISO-snúrunnar. Stingdu ISO-snúrunni í opnu
ISO-tengin tvö.

2. Tengdu ISO-snúruna við viðeigandi tengi á handfrjálsu einingunni.

Þegar þú hefur tengt ISO-snúruna skaltu tengja CU-11 stjórntækið og
MP-2 hljóðnemann í viðeigandi tengi á handfrjálsu einingunni.

Til að hlaða samhæfan Nokia farsíma með bílbúnaðinum skaltu tengja
annan enda CA-134 hleðslusnúrunnar við handfrjálsu eininguna og
hinn endann við 2,0 mm hleðslutengið á símanum.

Magnari bílbúnaðarins notaður fyrir símtöl og
útvarpsmagnarinn fyrir tónlist

Í þessari uppsetningu er hljóð tekið af bílútvarpinu þegar þú hringir eða
svarar símtölum.

Magnari og tónjafnari útvarpsins eru notuð fyrir tónlist sem spiluð er
á tengda tækinu sem styður A2DP snið. Innbyggði magnari
bílbúnaðarins er notaður fyrir símtöl.

Tónlist sem spiluð er á A2DP tækjum og Nokia Maps leiðsögn sem er
spiluð á sömu tegundir Nokia tækja er beint í AUX-tengi bílútvarpsins.
Til að hlusta á tónlist og leiðbeiningar skaltu velja AUX-tengi sem
hljóðuppsprettu. Ef útvarpið í bílnum er ekki með AUX-tengi er ekki

background image

U p p s e t n i n g

21

hægt að hlusta á tónlistina og leiðbeiningarnar sem spiluð eru á þessum
tækjum í gegnum útvarpið.

1. ISO-snúran er tengd við útvarp bílsins á eftirfarandi hátt:

• Aftengdu viðeigandi snúrur úr útvarpinu og stingdu ISO-snúrunni

í samband í staðinn. Tengdu opna enda snúrunnar við hátalara
bílútvarpsins.

• Tengdu einn af vírunum, sem slökkva á hljóðinu og merktir eru

Mute 1, Mute 2 eða Mute 3 á útvarpinu, við ISO-snúruna. Láttu
hina vírana sem slökkva á hljóðinu vera tengda eins og þeir eru.

CA-135/CA-152

background image

U p p s e t n i n g

22

• Stingdu rafmagnstengi ISO-snúrunnar í viðeigandi innstungu

á handfrjálsa tækinu.

• Skoðaðu + 12 volta rafmagnsklóna og kveikjuklóna á bílútvarpinu

og samsvarandi klær ISO-snúrunnar. Ef þörf krefur skiptu þá um
klær á öryggjum ISO-snúrunnar. Stingdu ISO-snúrunni í opnu
ISO-tengin tvö.

2. Tengdu ISO-snúruna við viðeigandi tengi á handfrjálsu einingunni.

3. Tengdu steríóúttak handfrjálsu einingarinnar við AUX-tengi

bílútvarpsins. Notaðu rétta snúru sem passar fyrir útvarpstækið
(hún fylgir ekki með bílbúnaðinum).

4. Klipptu á lykkjuna, eins og sýnt er með skærum á myndinni.

Þegar þú hefur tengt ISO-snúruna og snúruna fyrir steríótengið, skaltu
tengja CU-11 stjórntækið og MP-2 hljóðnemann við viðeigandi tengi
á handfrjálsu einingunni.

Til að hlaða samhæfan Nokia farsíma með bílbúnaðinum skaltu tengja
annan enda CA-134 hleðslusnúrunnar við handfrjálsu eininguna og
hinn endann við 2,0 mm hleðslutengið á símanum.