CU-11 stjórntæki
Stjórntækið ætti að vera staðsett þannig að notandinn eigi auðvelt með
að stjórna því.
Gakktu úr skugga um að hægt sé að tengja snúru stjórntækisins við
handfrjálsu eininguna. Besta staðsetningin fyrir stjórntækið er lárétt á
stokkinn milli framsætanna.
Til að festa stjórntækið:
1. Settu festipúðana á sinn stað í bílnum; fjarlægðu varnarfilmuna af
hlið púðans og ýttu honum á sinn stað.
Þegar varnarfilmunni er flett af þarf að passa að snerta ekki límið.
Gakktu úr skugga um að flöturinn sem á að festa púðann við sé þurr
og laus við óhreinindi og ryk.
2. Fjarlægðu varnarfilmuna af púðanum á undirhlið stjórntækisins og
á hinni hlið púðans sem festist við bílinn.
3. Ýttu púðunum hvor að öðrum og gakktu úr skugga um að
stjórntækið sé tryggilega fest.