Handfrjáls HF-22 eining
Handfrjálsa einingin er með eftirfarandi tengi:
1. Tengi fyrir CU-11 stjórnstæki
2. Tengi fyrir CA-134 hleðslusnúru (til að hlaða samhæfan Nokia síma)
3. Tengi fyrir MP-2 hljóðnema
4. Mini-USB-tengi
5. Steríóúttök (stöðluð RCA-tengi) til að tengjast bílútvarpi með þar
til gerðum tengjum. Úttökin eru aðeins virk þegar verið er að hlusta
á tónlist með tæki sem styður A2DP Bluetooth-sniðið og er tengt við
bílbúnaðinn.
6. Tengi fyrir PCU-4 eða CA-153P rafmagnssnúru
7. Tengi fyrir CA-135 eða CA-152 ISO-snúru
8. Tengi fyrir SP-3 hátalara
Þegar handfrjálsa einingin er sett í skal tryggja að snúrur fyrir
hljóðnema og hátalara nái til þeirra staða þar sem ætlunin er að koma
hlutunum fyrir.
Ekki skal koma handfrjálsu einingunni fyrir á málmhásingu eða
málmyfirborði þar sem það hefur áhrif á Bluetooth-tenginguna milli
handfrjálsrar einingar og Bluetooth-tækis sem er tengt við bílbúnaðinn.
Bestu móttökuskilyrðin nást ef fjarlægðin á milli handfrjálsu
einingarinnar og málmyfirborðs er meiri en 4 millímetrar.
1 2
3
4
5
6
8
7
U p p s e t n i n g
26
Settu handfrjálsu eininguna upp í bílnum með viðeigandi verkfærum
(fylgir ekki í sölupakkningunni). Gakktu úr skugga um að handfrjálsa
einingin sitji tryggilega.